Í Vestmannaeyjum er stærsta lundabyggðin á Íslandi þar sem milljónir lunda koma saman á hverju ári. Ein besta leiðin til að sjá lundann í sínu náttúrulega umhverfi er að koma í Ribsafari ferð. Lundinn verpir í holum allt í kringum Vestmannaeyjar og er hér yfir sumartímann. Hann kemur á vorin og fer um haustið. Lundinn fer frá Vestmannaeyjum í kringum miðjan september en hann fer fyrr frá öðrum lundabyggðum á Íslandi.
Á veturna dvelur lundinn á hafi úti í kringum Grænland eða Nýfundnaland. Það sem einkennir lundann er litskrúðugur goggurinn hans og litlu vængirnir sem hann hreyfir um 400 sinnum á mínútu en hann getur náð allt að 88 km hraða á klukkustund. Lundinn getur líka kafað allt niðrí 60-70 metra dýpi til að ná sér í fæði.