fbpx
Spurningar og svör2020-04-24T14:58:52+00:00

Spurningar og svör

Er eitthvað sem þig vantar að vita meira? Tékkaðu á þessum spurningum og svörum eða sendu okkur póst ef þig vantar einhverjar upplýsingar.

Hverjir eru afbókunarskilmálarnir?2022-04-10T14:18:11+00:00

Vanalega eru afbókunarskilmálarnir eins og kemur fram hér að neðan. En sökum Covid-19 og annarra þátta erum við alltaf reiðubúin að skoða þá með þér ef þú hefur samband við okkur nokkrum dögum fyrir ferðina þina

  • Endurgreiðum ekkert ef hætt er við um 3 dögum fyrir ferð eða síðar
  • Endurgreiðum 50% ef hætt er við 10 dögum fyrir ferð eða síðar
  • Endurgreiðum 80% ef hætt er við 20 dögum fyrir ferð eða síðar
  • Endurgreiðum 10% ef hætt er við 30 dögum fyrir ferð eða síðar
  • Endurgreiðum að fullu ef hætt er við 31 dögum fyrir ferð eða fyrr.
Hvernig bóka ég?2020-04-15T17:35:11+00:00

Það er best að bóka beint á vefsíðunni okkar til að tryggja þér plássið. Þú getur líka haft samband við okkur með tölvupósti: info@ribsafari.is eða hringt í síma 661-1810. Þú getur líka komið á skrifstofuna okkar á Tangagötu 7 og séð hvort við eigum ekki laust í ferð. Við siglum einungis ef við erum komin með 5 fullorðna eða fleiri í ferð og ef svo er ekki gætum við þurft að færa ferðina þína eða hætta við hana.

Hvar eruð þið til húsa?2020-04-15T17:32:38+00:00

Skrifstofan okkar er á Tangagötu 7, á hföninn í Vestmannaeyjum einungis um 1-2 mínútna gangi frá bryggjunni sem Herjólfur leggur að.  Leitaðu bara að gulu flöggunum og þú munt finna okkur.

Hvernig báta eruð þið með?2020-04-15T17:30:58+00:00

Við erum með sérhannaða Ribbáta slöngubáta og siglum vanalega á 20-25 mph en endum oft ferðina á meiri hraða.
Hver bátur tekur 12 farþega og við erum með tvo báta.

Hópferðir eða lúxusferðir2020-04-15T17:29:30+00:00

Við sérsniðið fyrir þig og hópinn þinn einkaferðir þar sem þú leigir bátinn fyrir þig og þína.

Veitingar2020-04-15T17:27:41+00:00

Við erum ekki með neinar veitingar um borð en ef þú bókar lúxus ferð þá getum við græjað veitingar um borð eða þú getur fengið veislu á afviknum stað.

Veður og afpantanir2020-04-15T17:26:29+00:00

Ferðirnar okkar eru háðar veðri og ef það er mjög vindasamt eða ölduhæð mikil þá siglum við ekki – og enginn myndi vilja sigla þá.

Ef við þurfum að hætta við ferðina þá endurgreiðum við þér að fullu eða reynum að finna nýja ferð fyrir þig.

Öryggi farþega2020-04-15T17:25:06+00:00

Allir farþegar fá hlýjan flotgalla og björgunarvesti sem þeir eru í á meðan á Ribsafari ferðinni stendur. Við erum með búnað fyrir börn en börn yngri en 6 ára geta ekki farið í áætlunarferðir með okkur heldur verður þá að panta einkaferð.

Fyrir hverja ferð förum við í gegnum öryggisatriði með öllum farþegum.

Í hverju á ég að vera?2020-04-15T17:23:13+00:00

Allir farþegar fá hlýjan flotgalla og björgunarvesti. Við mælum samt með því að þú sért með húfu og vettlinga. Best er að vera í strigaskóm eða gönguskóm – við mælum ekki með háum hælum eða sandölum.

Hver er lágmarksaldur?2020-04-15T17:21:50+00:00

Lágmarksaldur barna í áætlunarferðir er 6 ára. Ef barnið er yngra þarftu að panta einkaferð fyrir þig og hópinn þinn.

Öryggi um borð2020-04-15T17:20:38+00:00

Ribsafari tryggir öryggi farþega sinna og förum við yfir öryggisreglur fyrir hverja ferð.

Allir leiðsögumenn og skipstjórar hafa fengið þjálfun og eru með skíreini frá Slysavarnarskóla sjómanna er snýr að öryggi farþega á sjó og STCW skírteini.

Báðir Ribbátarnir okkar eru með eftirfarandi öryggisbúnað: Björgunabáta, slökkvitæki, neyðarblys, neyðarsendi, og staðsetningarbúnað.

Allir farþegar fara í flotbúnað og björgunarvesti áður en farið er í ferðina.

Ég er bakveik(ur) get ég farið í Ribsafari ferð?2020-04-15T17:16:59+00:00

Ef þú ert bakveik(ur) eða barnshafandi geturðu því miður ekki farið í ferð með okkur á Ribsafari bát.

Bátsferðir og drykkja2020-04-15T17:15:42+00:00

Áfengi og aðrir vímugjafar og Ribsafari eiga ekki vel saman. Við hjá Ribsafari neitum fólki að fara í ferðir ef það er undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Get ég verið með gleraugun mín?2020-04-15T17:14:34+00:00

Jú þú getur verið með gleraugun þín en við getum gefið þér hlífðargleraugu yfir þau ef það er rigning eða til að tryggja að þau fjúki ekki af þér í ferðinni.

Má ég sigla ef ég er ólétt?2020-04-15T17:13:21+00:00

Óléttar konur eða bakveikir einstaklingar geta ekki komið í Ribsafari ferðir með okkur .

Þarf ég að skrifa undir eitthvað?2020-04-15T17:12:12+00:00

Þú verður að skrifa undir skilmála hjá okkur um að þú sért í líkamlegu formi til að fara í Ribsafari ferð, sért ekki bakveik(ur) eða með barni. Þú vottar líka að þú sért ekki undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja og að þú fylgir öllum leiðbeiningum frá leiðsögumanni og skipstjóra.

Get ég geymt dót hjá ykkur?2020-04-15T17:10:00+00:00

Þú getur geymt dót hjá okkur inn á skrifstofunni okkar, þar er alltaf einhver en við berum samt ekki ábyrgð á dóti sem þú skilur eftir hjá okkur.

Má ég taka myndavélina mína með?2020-04-15T17:08:35+00:00

Að sjálfsögðu geturðu tekið myndavélina þína með. Við getum látið þig fá plastpoka yfir vélina svo hún blotni síður.

Get ég tekið símann minn með?2020-04-15T17:07:26+00:00

Jú að sjálfsögðu geturðu getið símann þinn með og tekið myndir á hann og þess háttar. Mundu bara að tagga Ribsafari 😉

Réttindi leiðsögumanna og skipstjóra?2020-04-15T17:06:22+00:00

Skipstjórar eru með: 

  • 65 brl skipstjóraréttindi
  • Skipstjóraréttindi fyrir 750 kw
  • ROC Alþjóða neyðar- og örygg­is­fjar­skipta­kerfi

Allir starfsmenn og leiðsögumenn þurfa að klára Hóp og neyðarstjórnunarnámskeið sem og grunnnámskeiði STCW frá Slysavarnaskóla sjómanna.

Hafðu samband

Sendu okkur póst ef þig vantar einhverjar frekari upplýsingar og við svörum þér eins skjótt og auðið er.

Go to Top