Það er einstaklega fallegt og skemmtilegt að labba upp á Eldfell í Vestmanneyjum. Eldfell er fjallið sem gaus árið 1973 og aska, gjóska og hraun fór yfir stóran hluta bæjarins. Börn sem og fullorðnir geta gengið á Eldfell og það eru nokkrir staðir í fjallinu sem eru enn heitir eftir gosið.
Hægt er að labba upp sjálfur og fara svo í Eldheima og fræðast um gosið eða fara í túr með leiðsögn