Í Vestmannaeyjum finnur þú nýtt Sjóminjasafn

  • Frábært safn sem spannar báta- og útgerðarsögu Íslands

Þórður Rafn (Rabbi) hefur safnað sjóminjum í rúm 40 ár og nú hefur hann opnað fyrir almenning aðgang að safninu.

Í aldanna rás var afkoma þjóðarinnar háð sjómennsku og hugrökkum sjómönnum og getur fólk nú farið í gegnum safnið og skoðað hvernig tól og tæki voru notuð áður á sjó og í útgerð. Að auki eru fjöldinn allur af bátalíkunum á safninu.

Unnt er að taka á móti hópum og fá leiðsögn um safnið.

Opnunartímar:

  • Sumrin (15. maí til 15. september):
    • Fimmtudaga – sunnudaga = 13:00-16:00
    • Mánudaga – miðvikudaga = lokað en hægt að bóka fyrir hópa.
  • Opnuanr´timi á veturnar eftir samkomulagi

Aðgangseyrir:

  • Börn, 12 ára og yngri: ókeypis
  • Unglingar, 13-17 ára: 1,000 kr.
  • Fullorðnir, 18-67 ára: 1,500 kr.
  • Eldri borgarar/öryrkjar: 1,000 kr.
  • Hópar 10+= 1,000 kr. á manninn

Heimilisfang og símanúmer:

  • Safnið er staðsett við Flatir 23 í Vestmannaeyjum
  • Símanúmer 839 4545