Project Description

Hópferðir

Ertu að plana hópferð fyrir starfsmannahópa, vini, vandamenn, skólahópa, útskrift eða annars konar hóp. Hvernig væri að skella sér til Vestmannaeyja og koma í Ribsafari ferð. Við bjóðum upp á frábærar ferðir fyrir hópa þar sem hópurinn getur leigt Ribsafari bát alveg fyrir sig. Það komast 12 farþegar í hvern Ribsafari bát (við erum með tvo) og svo fylgja auðvitað skipstjóri og leiðsögumaður með.

Báturinn er þá í einkaleigu bara fyrir hópinn þinn og hægt er að leigja bátinn í klukkustund eða lengur allt eins og hentar.

Hægt er að uppfæra ferðina í lúxusferð.

Frekari upplýsingar

Lengd ferðar: 1-3 tímar

Verð:

  • Báturinn er leigður í klukkustund eða lengur fyrir hópinn. Hver bátur tekur 12 farþega og erum við með tvo báta en við erum vön að taka á móti stærri hópum líka og hjálpum þér við skipulagið.

Lágmark: 1 farþegi

Hámark: 24 farþegar á sama tíma en við getum tekið á móti stærri hópum og erum vön því og finnum lausnir með þér.

Tímasetning:

  • Sníðum okkur að þínum óskum þar sem þú ert með bátinn í einkaleigu.

Fyrir allar nánari upplýsingar um öryggi, aldurstakmark og annað kíktu þá á Spurningar og svör.

Ef þú ert með barn sem er yngri en 6 ára og vilt koma samt í Ribsafari ferð þá getur þú leigt bát í einkaleigu. Við eigum búnað fyrir börn en við vekjum athygli á að börn verða stundum hrædd eða þreytt en það verða allir foreldrar og forráðamenn að velja ef þau vilja koma með börn sem eru yngri en 6 ára í ferð.

Bóka

Sendu okkur tölvupóst á info@ribsafari.is eða hringdu í síma 661-1810