Project Description

Einkaferðir/Lúxusferðir

Njóttu þess að koma í einkaferð eða svokallaða lúxusferð í Vestmannaeyjum. Þetta er sannkölluð höfðingjaferð þar sem öllu er til tjaldað. Þú kemur í siglingu og við endum með þig á afviknum stað þar sem þín býður kokkur og þjónar og þú getur látið okkur dekra við þig með mat og drykk.

Þetta er sannkölluð höfðingjaferð.

Við hefjum ferðina með siglingu um eyjarnar og leiðsögn um svæðið og svo er rúsínan í pylsuendanum að fara á afvikin stað í sannkallaða eyjaveislu.

Frekari upplýsingar

Lengd ferðar: Um 3 tímar

Verð:

  • Þú leigir bátinn fyrir þig og þína og borgar aukalega fyrir kokk og þjóna og þess háttar. Miðað er við amk 5 tíma leigu á bá þar sem við þurfum líka að gera allt klárt á afvikna staðnum. Þú borgar svo aukalega fyrir matinn og það. Við getum tekið allt að 24 manns í svona veislu en 12 manns komast í einn Ribbáta og við erum með tvo.

Lágmarksfjöldi: 1 farþegi

Hámarksfjöldi: 24 manneskjur í einu en við getum aðlagað ferðina ef fleiri eru að ferðast saman.

Hvenær:

  • Þú velur tíma en þessar ferðir eru að sjálfsögðu háðar veðri.

Tékkaðu á Spurningar og svör fyrir frekari upplýsingar, aldurstakmark, ferðir og fleira.

Bóka

Sendu okkur tölvupóst á info@ribsafari.is eða hringdu í síma 661-1810