Project Description

Tveggja tíma Ribsafari ferð

Ferð þar sem þú færð að sjá ALLT

Tveggja tíma Ribsafari ferð við Vestmannaeyjar þar sem við förum út í úteyjar og jafnvel alveg út í Súlnasker sem er ein magnaðasta eyjan á Íslandi.

Við byrjum á að fara í smáeyjarnar sem eru eyjarnar hvað næst landi, stoppum á eintaka stöðum á milli og sýnum þér Stafsnesið og magnaða sjávarhella eins og Ægisdyr og Kafhellir þar sem bara Ribsafari bátar komast inn. Síðan förum við lengra út og kíkjum á úteyjarnar okkar þar sem Eyjapeyjar hafa verið með veiðikofa í fjölda ára. Við siglum svo jafnvel alveg út í Súlnasker sem er algjör súluparadís og við getum siglt í gegnum eyjuna.

Þetta er ævintýraleg ferð þar sem þú færð að upplifa einstaka náttúru í kringum Vestmannaeyjar og færð að fræðast um náttúru okkar og sögur inn á milli þegar við stoppum og leiðsögumaður segir þér frá umhverfinu í kring. Við munum sjá lunda og alls kyns fugla, jafnvel seli og hvali ef við erum heppin.

Í þessari ferð nýturðu náttúru Íslands á sjó og færð að njóta þess að láta vindinn blása í hárinu með við spíttumst á milli staðanna.

Frekari upplýsingar

Lengd ferðar: Tveir tímar

Verð:

  • Fullorðnir: 25.000 krónur (allt innifalið)
  • Börn yngri en 12 ára: 13.100 krónur (allt innifalið)

Lágmarksfjöldi: 5  farþegar í ferð (við söfnum í ferðina þannig að þó þú sért ein(n) á ferð þá skiptir það ekki máli)

Tímaáætlun:

  • 15. maí til 30. september  kl. 12:00 og 16:00

Ef þú ert í stórum hópi þá getum við farið á öðrum tímum. Ef þú vilt leigja bátinn á einkaleigu þá getum við siglt á öðrum tímum. Það komast 12 manns í bátinn og við erum með tvo báta. Hafðu samband í síma 661-1810 eða með því að senda póst á info@ribsafari.is til að fá frekari upplýsingar. Allar upplýsingar um öryggismál, aldurstakmark eða annað má sjá undir spurningar og svör.

Bóka núna