Project Description
1 klst. Ribsafari Smáeyjaferð
Með því að koma í einnar klukkustundar Smáeyjaferð með Ribsafari færðu skemmtun sem þú munt seint gleyma. Við þeysumst um höfum blá á Ribsafari bát og stoppum inn á milli þar sem leiðsögumaður mun segja þér sögur af svæðinu. Þú nýtur þess að láta vindinn og sjávarloftið leika um þig og færð útrás fyrir hraða í leiðinni.
Í klukkustundar Smáeyjaferðinni okkar förum við út í smáeyjarnar sem eru nálægt Heimaey og kíkjum inn í hella sem að engir bátar nema ribbátarnir komast inn í eins og Ægisdyr og Kafhellir. Við kíkjum á lundann í sínu náttúrulega umhverfi í eyjunum og sjáum fullt af öður fuglalífi í ferðunum okkar.
Njóttu þess að kítla aðeins spennufíknina með hraða og fá að sjá dásamlega náttúruna í Vestmannaeyjum á sama tíma.
Frekari upplýsingar
Lengd ferðar: 1 klst.
Verð:
- Fullorðnir: 15.900 krónur (allt innifalið)
- Börn yngri en 12 ára: 8.700 krónur (allt innifalið)
- Lágmarksfjöldi: 5 farþegar í ferð (við söfnum í ferðina þannig að þó þú sért ein(n) á ferð þá skiptir það ekki máli)
Tímaáætlun:
- 1. maí til 31. ágúst kl. 12:00, 14:30 og 16:00
- Í júlí siglum við líka stundum klukkan 17:00
- 1. september til 30. september kl. 12:00 og 14:30
Ef þú ert í stórum hópi þá getum við farið á öðrum tímum. Ef þú vilt leigja bátinn á einkaleigu þá getum við siglt á öðrum tímum. Það komast 12 manns í bátinn og við erum með tvo báta. Hafðu samband í síma 661-1810 eða með því að senda póst á info@ribsafari.is til að fá frekari upplýsingar. Allar upplýsingar um öryggismál, aldurstakmark eða annað má sjá undir spurningar og svör.