Við elskum eyjarnar okkar

Við erum að sjálfsögðu öfga stolt af eyjunum okkar, náttúrunni sem umlykur okkur, og sögunni okkar. Við elskum líka að segja fólki sögurnar okkar og hlökkum til að deila þeim með þér.

Hjá Ribsafari starfs sannkallaðir Eyjamenn. Við búum hér í Eyjum og erum flest fædd hér og uppalin en önnur hafa flutt hingað á eldri árum og orðið ástfangin af eyjunum okkar og fólkinu. Eyjamenn hafa frá blautu barnsbeini farið út í úteyjarnar og siglt um á tuðrum eða slöngubátum. En með því að fara á Ribbát getur þú upplifað þessa mögnuðu tilfinningu að vera úti á sjónum og njóta náttúrunnar á spíttbátahraða.

Njóttu þess að upplifa eyjarnar eins og við Eyjamenn gerum. Komdu að sigla með okkur og við segjum þér frá lífinu okkar hér í Vestmannaeyjum, sögunum okkar, náttúru og fleira. Þú getur líka skoðað hvað fólk hefur sagt á Facebook og Tripadvisor um ferðirnar okkar. Við bjóðum upp á klukkustundar eða tveggja tíma siglingu og þá alveg út í úteyjar og jafnvel Súlnasker. Þú getur líka leigt bát með leiðsögumann og skipstjóra fyrir hópinn þinn. Við siglum frá miðjum maí til miðjan september.

Við hlökkum til að eiga frábærar stundir með þér.

RIBSAFARI STARFSFÓLKIÐ

Hér sérðu nokkra af þeim frábæru einstaklingum sem þú gætir hitt á bryggjunni í sumar

Eyþór

Skipstjóri

 Eyþór skipstjóri er klassískur sjóari sem elskar að vera úti á sjó að leika sér og njóta náttúrunnar. Hann er einstaklega fær skipstjóri, hann er með húmorinn í lagi og klassískur þúsundþjalasmiður sem hann þarf að vera þar sem hann á 7 börn.

Ómar Páll

Skipstjóri og leiðsögumaður

Ómar Páll er þessi þögla týpa sem fylgist með álengdar en hann er mega fyndinn og sér skoplegu hliðarnar á öllu sem er dásamlegt. Hann er fyndinn og ljúfur og elskar að vinna utandyra og vera út á sjó í dásamlegu náttúrunni okkar. Ómar er svo hæfur að hann er bæði skipstjóri og leiðsögumaður og skiptir um hatta að vild.

Helga Björk

Móttaka og leiðsögn

Helga er sannkallaður engill og hjartahlýrri manneskju er vart hægt að finna. Hún mun taka á móti þér með bros á vör þegar þú mætir til okkar og hún elskar að hitta fólk og spjalla og láta því líða vel. Við elskum hana út fyrir endimörk alheimsins og sérstaklega þegar hún er tilbúin með heitt á könnunni fyrir okkur 🙂

Birta

Leiðsögumaður og móttaka

Birta elskar að annast fólk enda er hún þroskaþjálfi og nýtur þess að vinna með fólki. Hún elskar að hitta nýtt fólk og segja því sögur af fólkinu hér, náttúrunni og magnaðri sögu Vestmannaeyjar. Birta er líka frábær leikari svo það er enn skemmtilegra að hlusta og horfa á hana segja frá.

Ingi Rafn

Skipstjóri og leiðsögumaður

Ingi Rafn er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjunum. Hann er einn af þessum eyjapeyjum sem skellir í eina góða sögu og getur sagt hana án þess að blikna svo maður veit ekki hvort sagan sé sönn eða login sem gerir söguna í raun enn betri. Bíddu bara þangað til þú hittir hann þá veistu hvað við meinum.

Sigurbjörg

Leiðsögumaður

Sigurbjörg er algjör perla sem elskar að sigla og segja þér sögur um Vestmannaeyjar. Hún elskar að kenna fólki um eyjarnar og nýtur þess að eyða tímum með börnum enda er hún að læra að verða leikskólakennari á veturna og sigla með okkur á sumrin.

Albert

Leiðsögumaður

Albert er leikarinn í hópnum. Hann elskar allt sem kemur að leiklist og er sannkallaður sögumaður. Þú munt pottþétt sjá hann í Hollywood mynd í framtíðinni svo notaðu tækifærið og smelltu af mynd af honum svo þú getir sagt í framtíðinni að þú hafir hitt hann áður en hann varð frægur.

Kristbjörg

Leiðsögumaður

Kristbjörg er sönn eyjapæja og elskar að sigla um eyjarnar okkar og segja sögur frá Vestmananeyjar. Hún er ung, full af orku og er mjög þjónustulunduð.

Reynir

Leiðsögumaður

Reynir er bjargvætturinn okkar þar sem hann er ekki bara leiðsögumaður hjá okkur heldur er einnig í björgunarsveitinni hér í Eyjum. Reynir nýtur þess að klifra um úteyjarnar og þú gætir spottað hann meðal fuglanna í björgunum.

Emilía

Leiðsögumaður

Emilía er fædd og uppalin í Eyjum og finnst einstaklega gaman að sigla um höfin blá og segja fólki frá Eyjunum okkar. Emilía er með góða þjónustulund og mjög brosmild og þegar hún hlær fer það ekki framhjá neinum. Hún er líka systir eins af leiðsögumönnunum okkar – nú máttu giska hver það er 🙂

Kristín

Leiðsögumaður

Kristín er prjónakonan okkar. Hún er sannkallaður þúsundþjalasmiður og meðan hún er að segja þér sögur af eyjunum okkar gæti hún verið að prjóna peysu á einhvern starfsmann eða jafnvel þig í leiðinni.

Jóhanna

Leiðsögumaður

Jóhanna er íþróttaálfurinn okkar. Hún elskar hreyfingu og að kenna íþróttir og jóga. Á meðan hún er í ferð með þér gæti hún skellt sér í jógastellinguna tréð – vertu bara vakandi fyrir því.

Rabbi

Skipstjóri

Rabbi er skipstjóri af líf og sál. Hann er eigandi fyrirtækisins og elskar að sigla. Hann er einnig faðir og afi tveggja af skipstjóra hjá okkur og tengdapabbi eins af ribsafari gengisins. Nú er komið að þér að giska hverja hann „á“ 🙂

Laila

Skrifstofa og leiðsögn

Laila elskar og hlæja og brosa og hún getur sagt þér sögur með  leikrænum tilþrifum. Jafnvel þó hún sé bara búin að stækka um heilan meter síðan hún fæddist þá slær hún ekki slöku við og dregur bátana í land eftir hvern túr eins og enginn sé morgundagurinn – vittu bara til og sjáðu. Margur er knár þótt hann sé smár.

Bátarnir okkar

Ribsafari bátarnir okkar eru harðbotna slöngubátar sem geta farið á spítthraða um höfin blá.

Við erum með tvo ribbáta sem rúmar 20 manns en við tökum að hámarki 12 manns í hvern bát í hverja ferð.

Stóri Örn er Techno Marine 12 IB bátur. 12 metra ribbátur með tvær innbyggðar 400 hp Volvo vélar. Stóri Örn var smíðaður fyrir Ribsafari í Póllandi árið 2012.

Öldu Ljón er líka Techno Marine 12 IB. 12 metra ribbátur með tvær innbyggðar 400 hp Volvo vélar. Öldu Ljón var smíðaður fyrir Ribsafari í Póllandi árið 2016.

Bátarnir okkar eru sérsmíðaðir fyrir okkur þannig að þeir uppfylli alla staðla og þarfir okkar. Bátarnir eru með einskonar hnökkum sem þú situr á eins og á hestbaki á  meðan við rennum yfir öldurnar. Og þú heldur þér í handfang fyrir framan þig á meðan á ferðinni stendur.

Allir farþegar sem fara í ferð með okkur þurfa að fylgja ákveðnum öryggisreglum.

Spurningar og svör

Tékkaðu á spurningum og svörum um Ribsafari ferðirnar okkar.

Spurningar og svör