Spurt og svarað

Ýmsar gagnlegar upplýsingar

 • Það er best að bóka sig í ferð fyrirfram á netinu á vefsíðunni okkar www.ribsafari.is – en þú getur líka haft samband við okkur á tölvupósti info@ribsafari.is og í síma 661 1810
 • Við förum ekki í ferðir nema við höfum náð lágmarks farþegafjölda sem er oftast fimm eða fleiri. Við söfnum saman í ferð svo þið þurfið ekki að koma fimm eða fleiri saman. Við getum þurft að færa fólk á milli ferða til að ná lágmarksfarþegafjölda
 • Hver bátur tekur 12 farþega.
 • Við siglum vanalega á 20-25 hnúta hraða en í lok ferðar spíttum við oftast örlítið í
 • Við getum sérsniðið ferðir fyrir hópa
 • Við erum ekki með veitingar um borð í bátunum en getum útbúið sérstakar “pick-nick” og “wine og dine” ferðir – hafðu samband þá við ykkur – info@ribsafari.is
 • Við erum háð veðri svo ef það er of slæmt í sjóinn þá siglum við ekki, enda væri það ekki gaman fyrir neinn – en við endugreiðum þér að sjálfsögðu ferðina

Öryggisatriði og annað:

 • Allir farþegar fá flotgalla og björgunarvesti. Við eigum búnað fyrir allar stærðir og gerðir fólks og siglum við með börn frá ca. 4 ára aldri. Hins vegar geturðu pantað sérferð fyrir hópinn þinn og þá erum við með búnað fyrir börn alveg frá eins árs og upp úr.
 • Gallarnir eru hlýir en gott er að taka með sér húfu og vettlinga. Gott er að vera í strigaskóm eða gönguskóm í bátsferðinni – mælum ekki með háum hælum eða sandölum.
 • Ribsafari tryggir öryggi farþega sinna og förum við yfir öryggisatriði áður en lagt er af stað.
 • Við siglum ekki með bakveikt fólk eða þungaðar konur þar sem báturinn getur hoppað og högg komið á hann.
 • Áfengi eða annar vímugjafi og Ribsafari ferðir eiga ekki samleið. Ribsafari neitar að taka fólk í ferðir sem eru undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.
 • Þú getur verið með gleraugun þín í ferðinni en við látum þig fá sérstök öryggisgleraugu sem þú setur yfir gleraugun þín svo þau fjúki nú ekki af í ferðinni.
 • Við getum geymt fyrir þig föt og aðra hluti á meðan á ferðinni stendur en berum ekki ábyrgð á þeim né á því sem þú tekur með þér í ferðina.

Öryggisbúnaður báta Ribsafari

Bátarnir eru búnir eftirfarandi öryggisbúnaði: Gúmmíbjörgunarbátum, Stóri Örn 25 manna og Jötunn 16 manna. Fullkomnum siglingatækjum, slökkvikerfum, neyðarflugeldum, neyðartalstöðvum og neyðarsendum. Allir farþegar klæðast flotgöllum og björgunarvestum.

Við upphaf hverrar ferðar fara starfsmenn Ribsafari yfir öryggisatriðin með farþegum.

Starfsmenn Ribsafari eru með eftirfarandi leyfi /réttindi:

 • 65brl skipstjórnarréttindi
 • Vélgæsluréttindi 750kw
 • ROC fjarskiptaréttindi
 • Starfsmennirnir hafa lokið námskeiði hjá slysavarnaskóla sjómanna og hóp og neyðarstjórnunar námskeiði, fyrir utan áralanga reynslu af sjómennsku og meðferð slöngubáta.

Ferðir fyrir hópa

Við getum sérsniðið ferðir fyrir hópa eða hópurinn þinn getur leigt bátinn í ákveðinn tíma. Við getum jafnvel endað með ykkur í “wine og dine” með því að fara í sjávarhelli og notið þar stundarinnar saman eða farið í “picknick” á afskekktri strönd. Tékkaðu á okkur og við finnum út úr því saman hvernig við getum gert ferðina sem ævintýralegasta í Vestmannaeyjum.

PANTAÐU
FERÐ NÚNA!

S: 661 1810 info@ribsafari.is

SAMSTARFSAÐILAR