Project Description
Mjaldra og lundaferð
Njóttu þess að koma í bátsferð og sjá hvar mjaldrarnir munu í framtíðinni búa í Klettsvík og fá leiðsögn um þá og svo siglum við út að Elliðaey /Bjarnarey og kíkjum á lundana þar. Eftir ferðina eða fyrir hana geturðu kíkt á Mjaldrasafnið/Gestastofuna sem er staðsett á höfninni og séð mjaldrana sjálf.
Litla hvít og Litla grá eru tveir mjaldrar sem nýverið fluttu til Vestmannaeyja. Þær voru sýningardýr í Kína en voru fluttar til Eyja til að njóta ellinnar hér. Þar sem þær voru svo lengi sýningardýr hafa þær ekki þekkingu til að bjarga sér úti í náttúrunni og því er kvíin sem þær búa í það næsta sem kemst því. Þær eru ekki hæfar í að nærast sjálfar úti í náttúrunni og með því að fara í þessa ferð ertu að styðja við bakið á Mjaldrasafninu sem sér um aðhlynninguna og fæði þeirra. Beluga Whale Sanctuary /Mjaldrasafnið er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Hápunktar ferðarinnar:
- Hitta mjaldrana: Litlu hvít og Litlu grá inn á Mjaldrasetrinu
- Fræðast um mjaldrasetrið og mjaldrana
- Mjaldrasafnið
- Dýralíf eins og lundar, ritur, og aðrir sjávarfuglar
- Upplýsingar um dýralífið í nágrenni Vestmannaeyja
- Allur ágóði af þessari ferð fer í umsjá mjaldrana og annarra dýra sem eru á mjaldrasafninu
ATH. Í augnablikinu eru Litla hvít og Litla grá inn í mjaldrasetrinu en eftir eða fyrir ferðina er hægt að sjá þær þar.
Frekari upplýsingar
Lengd ferðar: Sigling í 1 klst. og svo heimsókn á safnið
Verð:
- Fullorðnir: 18.900 kr.
- Börn 2-12 ára: 11.900 kr.
- Ungabörn: 0-2 ára
- Eldri borgarar: 11.900 kr.
Lágmarksþátttaka: 15 manns (við söfnum saman í hópinn)
Tímar:
- Frá enda apríl til loka september klukkan 13:00