fbpx
Loading...
Gjafabréf2020-12-23T12:12:22+00:00

Gefðu frábæra og eftirminnilega jólagjöf

Gefðu upplifun í jólagjöf.

Ribsafari í Vestmannaeyjum býður upp á þrjár mismunandi ferðir sem hægt er að setja í jólapakkann.

Veldu klukkustundarfjörferð, tveggja tíma siglingu fyrir þá sem vilja sjá allt eða siglingu með farþegabátnum hringinn í kringum Heimaey.

Við bjóðum 20% afslátt af ferðunum okkar þegar keypt eru gjafabréf hjá okkur.

Klukkustundarfjörferð á Ribbát

Í klukkustundarferð Ribsafari þeysumst við um höfum blá á Rib-spíttbát og stoppum inn á milli þar sem leiðsögumaður segir sögur af svæðinu. Farþegar njóta þess að láta vindinn og sjávarloftið leika um sig og fá útrás fyrir hraða í leiðinni. Við förum út í smáeyjarnar sem eru nálægt Heimaey og kíkjum inn í hella sem að engir bátar nema ribbátarnir komast inn í eins og Ægisdyr og Kafhellir.

Þessi ferð kítlar aðeins adrenalínið og fólk nýtur þess að sjá dásamlega náttúruna í Vestmannaeyjum á sama tíma.

Verð í klukkustundar Ribsafariferð

Fullorðnir: 13.400 kr. Gjafabréfsverð: 10.720 kr. 

Börn: 7.200 kr. Gjafabréfsverð: 5.760 kr.

Tveggja tíma ferð á Ribbát

Í tveggja tíma Ribsafari ferðinni förum við út í úteyjar og jafnvel alla leið út í Súlnasker sem er ein magnaðasta eyjan á Íslandi. Við byrjum á að fara í smáeyjarnar og stoppum á eintaka stöðum þar sem leiðsögumaður segir sögur og kíkjum inn í magnaða sjávarhella þar sem bara litlir bátar eins og ribbátar komast inn. Síðan förum við lengra út og kíkjum á úteyjarnar okkar þar sem eyjapeyjar eru með veiðikofa.

Í þessari ferð njóta farþegar náttúru Íslands á einstakan máta og njóta þess að láta vindinn blása í hárinu meðan við brunum á milli staðanna.

Verð í tveggja tíma ribsafari ferð 

Fullorðnir: 19.400 kr. Gjafabréfsverð: 15.520 kr. 

Börn: 10.200 kr. Gjafabréfsverð: 8.160 kr.

Sigling í kringum Heimaey á farþegabát

Þetta er snilldar sigling þar sem þú getur notið þess að sigla um höfin blá á stórum farþegabát sem er með sæti bæði inni og úti. Farþegabáturinn Teista er með sæti fyrir um 80 manns en við tökum ekki fleiri en 50 manns um borð í hverri ferð svo það er nóg pláss. Á meðan á siglingunni stendur þá segir leiðsögumaður þér sögur úr Eyjum, frá náttúrunni okkar, eyjunum, hefðunum okkar, gosinu, lundanum og mannlífinu.

Við siglum í kringum Heimaey og kíkjum inn í 1-2 sjávarhella og þar með talið hinn hljómgóða Klettshelli.

Verð í hringferð á farþegabát

Fullorðnir: 8.700 kr. Gjafabréfsverð: 6.960 kr. 

Börn: 4.400 kr. Gjafabréfsverð: 3.520 kr.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kaupa gjafakort. Þú segir okkur hvernig ferð þú vilt kaupa og fyrir hversu marga. Við sendum þér síðan greiðsluhlekk og þegar þú hefur gengið frá greiðslunni getum við sent þér gjafabréfið í pósti eða með tölvupósti allt eins og þér hentar.

Kaupa gjafakort